Við hefjum leik úti á golfvelli því klukkan 09:00 hefst bein útsending frá Ladies Open á LET-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4.
Klukkan 18:45 er svo komið að einhverju sem gerist ekki á hverjum degi: Meistaradeildarkvöldi í Kópavogi.
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka þá á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í hreinum úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Eins og áður segir hefst útsendingin klukkan 18:45, en leikurinn sjálfur hefst korteri síðar.