Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 20:10 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira