Rifust um mann leiksins en Gummi Ben kom Alberti skemmtilega á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 09:31 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru þekktir fyrir að vera sjaldan sammála. Hér eru þeir með Guðmundi Benediktssyni í Stúkunni i gær. S2 Sport Stúkan fór yfir þrettándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason voru einu sinni sem oftar ekki sammála í þættinum. Stúkan velur alltaf mann leiksins í hverjum leik en að þessu sinni komu sérfræðingarnir sér ekki saman um hver ætti að vera maður leiksins í 2-0 sigri ÍBV á KA. Albert Brynjar var harður á því að varnarmaðurinn Elvis Bwomono ætti að fá útnefninguna en Lárus Orri vildi að Oliver Heiðarsson yrði valinn. Oliver Heiðarsson skoraði glæsilegt mark í leiknum og lagði einnig upp fyrra mark Eyjamanna eftir frábæran sprett. Mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Mér fannst þetta vera fimm mínútna kafli hjá ÍBV í þessum leik. Það gerðist ekkert mikið í þessum leik fyrir utan þennan fimm mínútna kafla. Tvö mörk sem komu og rauða spjaldið. Eyjamenn voru flottir og nýttu sín tækifæri vel þessar fimm mínútur,“ sagði Albert. „Mér fannst Elvis flottur allan leikinn,“ sagði Albert. Elvis bjargaði nokkrum sínum vel auk þess að eiga stóran þátt í báðum mörkum Eyjaliðsins. Mörkin komu hins vegar til eftir frábæra spretti frá Oliver. „Erum við að ræða þetta í alvörunni? Eigum við ekki bara að sjá þessi tvö mörk aftur,“ svaraði Lárus Orri. „Það náðist ekki samkomulag á milli ykkar með þetta þá er ég með oddaatkvæði. Bara af því að Oliver er ber að ofan þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Nei, nei, nei. Nei, nei, nei,“ heyrðist þá í Alberti en Gummi Ben kom honum á endanum á óvart þegar hann hélt áfram. Það má sjá þetta skemmtilega brot úr Stúkunni hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Ekki sammála um mann leiksins Besta deild karla Stúkan ÍBV Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Stúkan velur alltaf mann leiksins í hverjum leik en að þessu sinni komu sérfræðingarnir sér ekki saman um hver ætti að vera maður leiksins í 2-0 sigri ÍBV á KA. Albert Brynjar var harður á því að varnarmaðurinn Elvis Bwomono ætti að fá útnefninguna en Lárus Orri vildi að Oliver Heiðarsson yrði valinn. Oliver Heiðarsson skoraði glæsilegt mark í leiknum og lagði einnig upp fyrra mark Eyjamanna eftir frábæran sprett. Mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Mér fannst þetta vera fimm mínútna kafli hjá ÍBV í þessum leik. Það gerðist ekkert mikið í þessum leik fyrir utan þennan fimm mínútna kafla. Tvö mörk sem komu og rauða spjaldið. Eyjamenn voru flottir og nýttu sín tækifæri vel þessar fimm mínútur,“ sagði Albert. „Mér fannst Elvis flottur allan leikinn,“ sagði Albert. Elvis bjargaði nokkrum sínum vel auk þess að eiga stóran þátt í báðum mörkum Eyjaliðsins. Mörkin komu hins vegar til eftir frábæra spretti frá Oliver. „Erum við að ræða þetta í alvörunni? Eigum við ekki bara að sjá þessi tvö mörk aftur,“ svaraði Lárus Orri. „Það náðist ekki samkomulag á milli ykkar með þetta þá er ég með oddaatkvæði. Bara af því að Oliver er ber að ofan þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Nei, nei, nei. Nei, nei, nei,“ heyrðist þá í Alberti en Gummi Ben kom honum á endanum á óvart þegar hann hélt áfram. Það má sjá þetta skemmtilega brot úr Stúkunni hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Ekki sammála um mann leiksins
Besta deild karla Stúkan ÍBV Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki