Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Anna Regína segir eðlilegt að sögusagnir fari á kreik þegar breytingar verða. Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna. Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna.
Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira