Laxagöngur víða nokkuð góðar Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 08:46 Það eru allar líkur á að sumarið verði yfir meðallagi ef það tölur laxa sem hafa gengið í gegnum laxateljara landsins eru skoðaðar. Ef við byrjum á að skoða tölur úr laxateljaranum í Elliðaánum þá er mjög góð ganga að koma í árnar en í gær fóru 201 lax í gegnum teljarann og heildartalan er 653 sem er í raun rosaleg tala því það eru tvær til þrjár vikur eftir af göngutíma og næstu tvær vikur eru yfirleitt tíminn sem stærsta gangan fer í gegn. Í Korpu eru gengnir 311 laxar sem er líka mjög góð ganga og neðra svæðið í ánni eins og í Elliðaánum er "smekkað" af laxi eins og veiðimenn hafa gjarnan á orði. Til að setja það í samhangi hvað gangan í þessar tvær perlur Reykjavíkur er góð þá eru aðeins 194 laxar gengnir í Langá á Mýrum en hún er samt sem þaður þekkt fyrir að fá sínar stærstu göngur á fyrsta stóra júlíflóðinu og dagana þar í kring en það er á morgun. 231 lax hefur gengið í gegnum Glanna í Norðurá og heildarveiðin í ánni er komin yfir 300 laxa sem er mjög gott. Það eru allar líkur á að Norðurá, miðað við þessar tölur, gæti farið yfir 1.500 laxa veiði og jafnvel hærra ef takturinn í göngunum heldur svona áfram. Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði
Ef við byrjum á að skoða tölur úr laxateljaranum í Elliðaánum þá er mjög góð ganga að koma í árnar en í gær fóru 201 lax í gegnum teljarann og heildartalan er 653 sem er í raun rosaleg tala því það eru tvær til þrjár vikur eftir af göngutíma og næstu tvær vikur eru yfirleitt tíminn sem stærsta gangan fer í gegn. Í Korpu eru gengnir 311 laxar sem er líka mjög góð ganga og neðra svæðið í ánni eins og í Elliðaánum er "smekkað" af laxi eins og veiðimenn hafa gjarnan á orði. Til að setja það í samhangi hvað gangan í þessar tvær perlur Reykjavíkur er góð þá eru aðeins 194 laxar gengnir í Langá á Mýrum en hún er samt sem þaður þekkt fyrir að fá sínar stærstu göngur á fyrsta stóra júlíflóðinu og dagana þar í kring en það er á morgun. 231 lax hefur gengið í gegnum Glanna í Norðurá og heildarveiðin í ánni er komin yfir 300 laxa sem er mjög gott. Það eru allar líkur á að Norðurá, miðað við þessar tölur, gæti farið yfir 1.500 laxa veiði og jafnvel hærra ef takturinn í göngunum heldur svona áfram.
Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði