Hraktist í burtu eftir erjur við stuðningsmenn liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 11:31 Hedvig Lindahl hefur leikið nærri 200 A-landsleiki fyrir Svíþjóð. Getty/Joe Prior Sænski markvörðurinn Hedvid Lindahl, sem hefur leikið nærri 200 landsleiki fyrir Svíþjóð, hefur rift samningi sínum við Djurgården í kjölfar deilna við stuðningsmenn liðsins. Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl. Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl.
Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira