Láttu gott af þér leiða og fáðu skattaafslátt í staðinn Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar 4. júlí 2023 14:30 Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar