„Þurfum að taka það með okkur í næsta leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2023 22:30 Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason þjálfari íslenska U19-ára landsliðsins sagði strákana eiga hrós skilið fyrir að vinna sig inn í leikinn gegn Spánverjum. Ísland tapaði 2-1 gegn feykisterku spænsku liði. „Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
„Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira