„Þurfum að taka það með okkur í næsta leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2023 22:30 Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason þjálfari íslenska U19-ára landsliðsins sagði strákana eiga hrós skilið fyrir að vinna sig inn í leikinn gegn Spánverjum. Ísland tapaði 2-1 gegn feykisterku spænsku liði. „Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
„Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti