„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“ Kári Mímisson skrifar 4. júlí 2023 22:35 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki. „Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
„Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira