Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Svava Kristín með fjörugum Frömurum sem nutu lífsins í Eyjum um síðustu helgi. Stöð 2 Sport Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri. Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
„Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri.
Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira