Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2023 12:10 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur