„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2023 08:01 Bjarte Myrhol er einn besti línumaður handboltasögunnar. getty/Slavko Midzor Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök. Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök.
Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti