Svona verður skurðarhnífnum beitt á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 10:01 Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana en hún æfir heima á Íslandi. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir vita hér með hvað þau þurfa að gera til að fá að keppa á lokadegi heimsleikanna í haust. CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira