Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 08:56 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér. Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér.
Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32