„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2023 22:31 Óskar Hrafn mátti vera ánægður með sannfærandi sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn