Siðleysi að sumri til Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. júlí 2023 07:00 Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar