Aguero byrjaður að feta nýjar slóðir Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 09:31 Sergio Aguero hyggur á frama í pókernum. Vísir/Getty Sergio Aguero lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2021 eftir að hafa greinst með hjartagalla. Hann virðist nú ætla að skapa sér nafn á öðrum vettvangi. Sergio Aguero var frábær framherji og er goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester City eftir að hafa skorað markið dramatíska gegn QPR sem tryggði félaginu Englandsmeistaratitilinn árið 2012. Hann gekk til liðs við Barcelona frá City árið 2021 en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun skömmu síðar vegna hjartavandamála. Síðan þá hefur ekki mikið farið fyrir Aguero sem var þó nokkuð áberandi þegar Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn í desember og sást þá meðal annars fagna niðri á velli með fyrrum félögum sínum í landsliðinu. Sergio Aguero at the WSOP poker tournament main event yesterday. pic.twitter.com/URqZouJTrc— City HQ (@City_HQs) July 7, 2023 Nú virðist Aguero hins vegar ætla að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur skráð sig til leiks á heimsmeistaramótinu í póker sem fram fer í Vegas en hann hefur þénað tæpa milljón á annars frekar stuttum pókerferli sínum. Þrátt fyrir að hafa skartað hettupeysu og stórum svörtum sólgleraugum í Vegas voru kunnugir ekki lengi að átta sig um hvern var að ræða. Aguero vann sér inn þátttökurétt á öðrum degi heimsmeistaramótsins í Vegas og á enn möguleika á að vinna stóra vinninginn, 12 milljónir dollara sem gerir hvorki meira né minna en rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna. Fjárhættuspil Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Sergio Aguero var frábær framherji og er goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester City eftir að hafa skorað markið dramatíska gegn QPR sem tryggði félaginu Englandsmeistaratitilinn árið 2012. Hann gekk til liðs við Barcelona frá City árið 2021 en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun skömmu síðar vegna hjartavandamála. Síðan þá hefur ekki mikið farið fyrir Aguero sem var þó nokkuð áberandi þegar Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn í desember og sást þá meðal annars fagna niðri á velli með fyrrum félögum sínum í landsliðinu. Sergio Aguero at the WSOP poker tournament main event yesterday. pic.twitter.com/URqZouJTrc— City HQ (@City_HQs) July 7, 2023 Nú virðist Aguero hins vegar ætla að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur skráð sig til leiks á heimsmeistaramótinu í póker sem fram fer í Vegas en hann hefur þénað tæpa milljón á annars frekar stuttum pókerferli sínum. Þrátt fyrir að hafa skartað hettupeysu og stórum svörtum sólgleraugum í Vegas voru kunnugir ekki lengi að átta sig um hvern var að ræða. Aguero vann sér inn þátttökurétt á öðrum degi heimsmeistaramótsins í Vegas og á enn möguleika á að vinna stóra vinninginn, 12 milljónir dollara sem gerir hvorki meira né minna en rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna.
Fjárhættuspil Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira