Murray ekki viss um að hann snúi aftur á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 10:31 Andy Murray kveðjur hér áhorfendur á Wimbledon eftir tapið gegn Stefanos Tsitsipas. Vísir/Getty Andy Murray féll úr keppni á Wimbledonmótinu í annarri umferð mótsins í gær. Hann segist óviss hvort hann snúi aftur en hann vann sigur á mótinu árið 2013. Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“ Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira