Alltaf erfitt á Selfossi Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2023 12:31 Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00. Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira