Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Eiður Þór Árnason skrifar 10. júlí 2023 07:00 Bannað er fara út í sjóinn við Reynisfjöru en erfitt er að framfylgja reglunni. Aðsend Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira