Samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu Arctic Fish á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 16:41 Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish. Arctic Fish Arctic Fish ehf. hefur undirritað samkomulag um 25 milljarða króna endurfjármögnun á félaginu með sambankaláni DNB, Danske Bank, Nordea og Rabobank. Um er að ræða lánasamning til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármagnið verður notað til uppgreiðslu núverandi lána og fjármögnunar áframhaldandi vexti félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endurfjármögnun fyrirtækisins verði tengd sjálfbærnimarkmiðum þess. Félagið á og rekur sína eigin landeldisstöð á seiðum og segir í tilkynningunni að um sé að ræða eina þá fullkomnustu í heimi þegar kemur að endurnýtingu vatns og notkun á hreinum orkugjöfum. „Mikil ánægja ríkir um fjármögnunina sem mun styðja við framtíðaráherslur félagsins. Nú hefst frágangur lánasamninga og er endurfjármögnunin háð hefðbundnum fyrirvörum um frágang slíkra lánaskjala,“ er haft eftir Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóra Arctic Fish í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að félagið hafi verið í stefnumörkun á sviði sjálfbærnimála og vinni að innleiðingu þeirra í samræmi við alþjóðamælikvarða. Lánið sé tengt sjálfbærnimarkmiðum og árangri félagsins á því sviði. Neil Shiran segir að það muni hafa jákvæð áhrif á vaxtakjör til framtíðar og veita mikla hvatningu til áframhaldandi góðra verka sem félagið ætli sér að standa undir. Bankarnir sem standa að endurfjármögnuninni munu verða upplýstir um árangur sjálfbærnimarkmiða félagsins og sinna eftirfylgni þeirra, að því er segir í tilkynningunni. 2023 stefni í að vera stræsta ár í sögu félagsins Þá kemur fram í tilkynningunni að Arctic Fish sé ört vaxandi laxeldisfélag með starfsemi á Vestfjörðum.Í lok júní störfuðu yfir 100 manns hjá Arctic Fish samstæðunni og er áætlað að það fjölgi um 20 manns til viðbótar fram að áramótum. Hægt er að framleiða um fjórar milljónir fiska á landi í stöðinni. Þá er sjóeldisstarfsemi félagsins í miklum vexti og er stefnan sett á um 15 þúsund tonna sölu á laxi í ár með vöxt upp í um 22 þúsund tonn á næstu þremur árum, að því er segir í tilkynningunni. „Í starfsstöð fyrirtækisins í Bolungarvík er um þessar mundir verið að taka í notkun hátæknivinnsluhúsnæði sem mun sjá um vinnslu og pökkun félagsins. Félagið hefur fjárfest í sérhæfðum mannvirkjum og eldisbúnaði fyrir um 18 milljarða króna og er enn að fjárfesta í seiðaframleiðslu. Þá er félagið með um 11 milljarða bundna í laxabirgðum í sjó.“ Segir að árið 2023 stefni í að vera stærsta ár´i sögu félagsins þegar kemur að velti og umfangi rekstrar og fjárfestinga. Stærsti eigandi Arctic Fish ehf. er MOWI, stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, og næst stærsti hluthafinn er Síldarvinnslan hf. Sterkir eigendur, vaxtaráform félagsins og hágæða afurðir úr sjálfbæru eldi skapi traustan grunn fyrir endurfjármögnuninni, að því er segir í tilkynningu. Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endurfjármögnun fyrirtækisins verði tengd sjálfbærnimarkmiðum þess. Félagið á og rekur sína eigin landeldisstöð á seiðum og segir í tilkynningunni að um sé að ræða eina þá fullkomnustu í heimi þegar kemur að endurnýtingu vatns og notkun á hreinum orkugjöfum. „Mikil ánægja ríkir um fjármögnunina sem mun styðja við framtíðaráherslur félagsins. Nú hefst frágangur lánasamninga og er endurfjármögnunin háð hefðbundnum fyrirvörum um frágang slíkra lánaskjala,“ er haft eftir Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóra Arctic Fish í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að félagið hafi verið í stefnumörkun á sviði sjálfbærnimála og vinni að innleiðingu þeirra í samræmi við alþjóðamælikvarða. Lánið sé tengt sjálfbærnimarkmiðum og árangri félagsins á því sviði. Neil Shiran segir að það muni hafa jákvæð áhrif á vaxtakjör til framtíðar og veita mikla hvatningu til áframhaldandi góðra verka sem félagið ætli sér að standa undir. Bankarnir sem standa að endurfjármögnuninni munu verða upplýstir um árangur sjálfbærnimarkmiða félagsins og sinna eftirfylgni þeirra, að því er segir í tilkynningunni. 2023 stefni í að vera stræsta ár í sögu félagsins Þá kemur fram í tilkynningunni að Arctic Fish sé ört vaxandi laxeldisfélag með starfsemi á Vestfjörðum.Í lok júní störfuðu yfir 100 manns hjá Arctic Fish samstæðunni og er áætlað að það fjölgi um 20 manns til viðbótar fram að áramótum. Hægt er að framleiða um fjórar milljónir fiska á landi í stöðinni. Þá er sjóeldisstarfsemi félagsins í miklum vexti og er stefnan sett á um 15 þúsund tonna sölu á laxi í ár með vöxt upp í um 22 þúsund tonn á næstu þremur árum, að því er segir í tilkynningunni. „Í starfsstöð fyrirtækisins í Bolungarvík er um þessar mundir verið að taka í notkun hátæknivinnsluhúsnæði sem mun sjá um vinnslu og pökkun félagsins. Félagið hefur fjárfest í sérhæfðum mannvirkjum og eldisbúnaði fyrir um 18 milljarða króna og er enn að fjárfesta í seiðaframleiðslu. Þá er félagið með um 11 milljarða bundna í laxabirgðum í sjó.“ Segir að árið 2023 stefni í að vera stærsta ár´i sögu félagsins þegar kemur að velti og umfangi rekstrar og fjárfestinga. Stærsti eigandi Arctic Fish ehf. er MOWI, stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, og næst stærsti hluthafinn er Síldarvinnslan hf. Sterkir eigendur, vaxtaráform félagsins og hágæða afurðir úr sjálfbæru eldi skapi traustan grunn fyrir endurfjármögnuninni, að því er segir í tilkynningu.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira