Fór í annað lið en allar hinar til að gera deildina skemmtilegri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 14:00 Saga Blöndal er hér komin í búning Skautafélags Reykjavíkur. SR/Bjarni Helgason Landsliðskonan Saga Blöndal hefur tekið skautana aftur fram og ætlar að spila íshokkí kvennaliði SR í vetur. Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga. Íshokkí Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga.
Íshokkí Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira