Líkamsleifarnar fundust Roda de Bera, sem er suður af Barcelona á austurströnd Spánar.
Fjölmiðlar á Spáni hafa eftir ráðamönnum í bænum að líklegt þyki að barnið hafi verið í hópi flótta- og farandfólks sem hafi farist á Miðjarðarhafinu við að reyna að komast til Evrópu. Er það meðal annars byggt á þeim fötum sem barnið var klætt í en líkamsleifarnar eru sagðar vera illa farnar eftir veruna í sjónum.
Samkvæmt frétt El Pais er lögreglan búin að opna rannsókn og er vonast til þess að hægt verði að varpa ljósi á uppruna barnsins og hvernig það dó. Líkamsleifarnar verða krufnar og á að finna einhver svör þannig.
Mikill fjöldi fólks reynir að fara frá Alsír til Spánar á ári hverju. Reuters segir mannréttindasamtök áætla að sú leið sú næst banvænasta á Miðjarðarhafinu undanfarin fimm ár. Til dæmis er áætlað að 464 hafi drukknað í 43 skipsvoðum á þessari leið í fyrra.
Gífurlegur fjöldi fólks frá Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu hefur drukknað í Miðjarðarhafinu á undanförnum árum.