KA leikur sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár: „Stór stund og mjög spennandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Hallgrímur er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA. Vísir/Arnar KA spilar í dag sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár. Liðið þarf að spila leikinn í Reykjavík en það dregur þó ekki úr stærð leiksins samkvæmt Hallgrími Jónassyni, þjálfara liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50. Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50.
Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira