Mótherjar Víkinga í kvöld keyptu leikmann á dögunum á 236 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 14:15 Arnar Gunnlaugsson á einni af síðustu æfingum Víkingsliðsins áður en liðið flaug út til Lettlands. @vikingurfc Bikarmeistarar Víkinga sækja lettneska liðið Riga heim í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023 Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira