Bæjar- og tónlistarhátíðin Í hjarta Hafnarfjarðar heldur áfram í dag fimmtudag og stendur yfir til laugardags en Bylgjulestin ætlar einmitt að heimsækja fallega Hafnarfjörðinn næsta laugardag.
Lestarstjórar Bylgjulestarinnar á laugardag verða Erna Hrönn, Ómar Úlfur og Vala Eiríks og verður Bylgjulestarbíllinn staðsettur fyrir aftan Bæjarbíó þar sem þau verða í beinni milli kl. 12 og 16.

„Við vonum að veðurblíðan haldi áfram að leika við okkur eins og síðustu laugardaga,“ segir Erna Hrönn. „Stemningin í bænum verður örugglega gríðarlega góð enda mikið um að vera en þar má auðvitað helst nefna tónlistarhátíðina frábæru Í hjarta Hafnarfjarðar.“
Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar hér en Í hjarta Hafnarfjarðar hófst 29. júní og er haldin hverja helgi í júlí og lýkur fimmtudaginn 3. ágúst. Dagskrá hátíðarinnar fer fram í Bæjarbíói og á útisvæðinu bak við það en þar verða tvö stór tjöld.
Erna Hrönn segir gestalista laugardagsins vera ansi vel mannaðan af góðu fólki. „Til að að stikla á stóru þá tökum við púlsinn á bæjarbragnum með Rósu Guðbjarts bæjarstjóra, Palli Eyjólfs, framkvæmdastjóri Bæjarbíós, kíkir á okkur og skemmtilegt fólk úr ýmsum áttum kíkir við. Listafólkið verður á sínum stað og til dæmis verður okkar eini sanni Laddi gestur okkar. Við spjöllum einnig við Klöru Elías og Magna og munum mögulega skora á þau að grípa í hljóðfæri og sprella með okkur í Bylgjubílnum.“

Mikið fjör verður í kringum Bylgjulestina og ýmislegt skemmtilegt verður í gangi eins og venjulega. Matarvagnar frá Götubitanum verða á staðnum, hoppukastalar frá Kastalar.is, Blaðrarinn mætir með blöðrurnar sínar, boðið verður upp á andlitsmálningu, leiki og skemmtun í boði samstarfsaðila Bylgjulestarinnar.
Einnig verður boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Kynntu þér leikinn nánar hér.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Heklu, Samgöngustofu, Vodafone og Nettó.
Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar