Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 07:22 Veitingahúsið opnaði á ný í gær eftir sólarhringsvinnu af sótthreinsun og öðrum þrifum. Hamborgarafabrikkan Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Vísir greindi frá því í fyrradag að Hamborgarafabrikkan í Kringlunni hefði ákveðið að loka eftir að upp kom magapest meðal gesta staðarins. Verkefnastjóri hjá Landlækni sagði í gær að tilkynningar hefðu borist til embættisins vegna veikinda sem svipaði til nóróveirusýkingar. Niðurstöður úr fólki sem tilkynnti sig veikt eru væntanlegar seinni partinn í dag. Hafa átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlit María Rut Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir í samtali við Vísi að staðurinn bíði enn svara frá heilbrigðiseftirlitinu og niðurstöðu úr sýnatöku en sósur staðarins voru sendar til Sýni til greiningar. Hún segir að um sólarhringsvinnu hafi verið að ræða við sótthreinsun á staðnum og við að henda matvælum. Starfsfólk staðarins hafi átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlitið og muni halda því áfram. Vita enn ekki upprunann Í svörum frá Jóni Ragnari Gunnarssyni, heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkurborgar, til Vísis kemur fram að enn sé ekki vitað hvort nóróveiran hafi ollið veikindum gesta eða ekki. „Nóróveira getur borist í matvæli frá einstaklingum sem eru veikir eða hafa nýlega verið veikir af völdum hennar. Ekki liggur fyrir hver uppruni hópsýkingarinnar er á þessari stundu.“ Hann segir fjórar tilkynningar einnig hafa borist heilbrigðiseftirlitinu um veikindi eftir neyslu matvæla í Fabrikkunni í Katrínartúni. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um tengsl þessara veikinda. Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Vísir greindi frá því í fyrradag að Hamborgarafabrikkan í Kringlunni hefði ákveðið að loka eftir að upp kom magapest meðal gesta staðarins. Verkefnastjóri hjá Landlækni sagði í gær að tilkynningar hefðu borist til embættisins vegna veikinda sem svipaði til nóróveirusýkingar. Niðurstöður úr fólki sem tilkynnti sig veikt eru væntanlegar seinni partinn í dag. Hafa átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlit María Rut Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir í samtali við Vísi að staðurinn bíði enn svara frá heilbrigðiseftirlitinu og niðurstöðu úr sýnatöku en sósur staðarins voru sendar til Sýni til greiningar. Hún segir að um sólarhringsvinnu hafi verið að ræða við sótthreinsun á staðnum og við að henda matvælum. Starfsfólk staðarins hafi átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlitið og muni halda því áfram. Vita enn ekki upprunann Í svörum frá Jóni Ragnari Gunnarssyni, heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkurborgar, til Vísis kemur fram að enn sé ekki vitað hvort nóróveiran hafi ollið veikindum gesta eða ekki. „Nóróveira getur borist í matvæli frá einstaklingum sem eru veikir eða hafa nýlega verið veikir af völdum hennar. Ekki liggur fyrir hver uppruni hópsýkingarinnar er á þessari stundu.“ Hann segir fjórar tilkynningar einnig hafa borist heilbrigðiseftirlitinu um veikindi eftir neyslu matvæla í Fabrikkunni í Katrínartúni. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um tengsl þessara veikinda.
Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira