Skæður raðmorðingi loks gómaður Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 14:20 Frá heimili mannsins sem var handtekinn. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn hafi verið handtekinn í gær. Þá hefur New York Post eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn heiti Rex Heuermann. Hann ku vera 59 ára gamall og vera arkitekt. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan Gilbert árið 2010 fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Líkin voru öll af konum á þrítugsaldri og voru þær vafðar í svarta sekki. Maureen Brainard-Barnes, hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei hefur verið sannreynt að líkamsleifarnar tengist allar sama málinu. Það er að segja að fólkið hafi verið myrt af sama manninum en talsmenn lögreglunnar hafa ítrekað sagt það ólíklegt. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“. Málið hefur vakið gífurlega athygli í gegnum árin en meðal annars hefur verið gerð kvikmynd um morðin og hvarf Gilbert sem sýnd var á Netflix. Í einu tilfelli fannst höfuðkúpa konu sem hafði horfið árið 2003 en lík hennar fannst, að höfðinu undanskildu, skömmu eftir að hún hvarf á öðrum stað en höfuðkúpan fannst. Í öðru tilfelli tilheyrðu líkamsleifar konu sem hafði fundist látin árið 2000. Enn er ekki búið að bera kennsl á hana, samkvæmt AP. Lík Gilbert fannst árið 2011 en hún var vændiskona, eins og margar af honum konunum voru einnig, og hvarf eftir að hún yfirgaf hús vændiskaupanda. Í fyrra sagði lögreglan að hún hefði líklega ekki verið myrt og að enginn glæpur hefði verið framinn, samkvæmt frétt CBS. Talið er mögulegt að hún hafi drukknað sökum mikillar vímu sem hún var í. Ekki eru þó allir samála um það. Hér að neðan má sjá útsendingu héraðsmiðilsins PIX11 frá heimili Heuermann í morgun. Fjölmiðlar vestanhafs segja að hann verði færður fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 „Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22 Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn hafi verið handtekinn í gær. Þá hefur New York Post eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn heiti Rex Heuermann. Hann ku vera 59 ára gamall og vera arkitekt. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan Gilbert árið 2010 fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Líkin voru öll af konum á þrítugsaldri og voru þær vafðar í svarta sekki. Maureen Brainard-Barnes, hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei hefur verið sannreynt að líkamsleifarnar tengist allar sama málinu. Það er að segja að fólkið hafi verið myrt af sama manninum en talsmenn lögreglunnar hafa ítrekað sagt það ólíklegt. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“. Málið hefur vakið gífurlega athygli í gegnum árin en meðal annars hefur verið gerð kvikmynd um morðin og hvarf Gilbert sem sýnd var á Netflix. Í einu tilfelli fannst höfuðkúpa konu sem hafði horfið árið 2003 en lík hennar fannst, að höfðinu undanskildu, skömmu eftir að hún hvarf á öðrum stað en höfuðkúpan fannst. Í öðru tilfelli tilheyrðu líkamsleifar konu sem hafði fundist látin árið 2000. Enn er ekki búið að bera kennsl á hana, samkvæmt AP. Lík Gilbert fannst árið 2011 en hún var vændiskona, eins og margar af honum konunum voru einnig, og hvarf eftir að hún yfirgaf hús vændiskaupanda. Í fyrra sagði lögreglan að hún hefði líklega ekki verið myrt og að enginn glæpur hefði verið framinn, samkvæmt frétt CBS. Talið er mögulegt að hún hafi drukknað sökum mikillar vímu sem hún var í. Ekki eru þó allir samála um það. Hér að neðan má sjá útsendingu héraðsmiðilsins PIX11 frá heimili Heuermann í morgun. Fjölmiðlar vestanhafs segja að hann verði færður fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 „Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22 Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45
„Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04
Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22
Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50