EHF sá ekkert að vinskap dómara og þjálfara: „Eins og að tala við tóma tunnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 08:00 Halldór Jóhann var þjálfari FH þegar liðið féll úr leik fyrir Tatran Presov í EHF-bikarnum árið 2017 eftir skrautlega frammistöðu dómarapars sem sakað er um hagræðingu úrslita. vísir/vilhelm Handboltaþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon var þjálfari FH þegar liðið lenti illa í dómarapari sem er sakað um stórfellda spillingu og hagræðingu úrslita. Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Sjá meira
Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni