Keppt er í holukeppni á mótinu og notast við útsláttarfyrirkomulag. Axel lagði Svíann Felix Pálsson í úrslitaviðureigninni en Axel tryggði sér sigurinn á 18. holunni.
Þetta mót telur til stiga á Nordic Gold League, sem er þriðja sterkasta atvinnumótarörðin í Evrópu en Axel komst með sigrinum í fimmta sætið á stigalistanum á þeirri mótaröð.
Fimm efstu kylfingatnir á þeim stigalista Nordic Gold League öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu.
Einnig er hægt að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótarðinni með því að vinna þrjú mót á Nordic Gold League á einu og sama tímabilinu en þetta var fyrsti sigur Axels á yfirstandandi tímabili.
Axel hefur einu sinni spilað heilt tímabil á Áskorendamótaröðinni en það var í kjölfar þess að hann varð stigahæsti kylfingur Nordic Gold Leagur árið 2017.