Þetta fullyrðir ítalski íþróttablaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á Twitter-síðu sinni, en Lukaku var á láni hjá Inter á síðasta tímabili.
@inter decided to pull out of Romelu #Lukaku race and are set to inform @ChelseaFC about it. They are out, as the player decided to negotiate with @juventusfc. @SkySport
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) July 15, 2023
Félagið gerði nokkur tilboð í þennan þrítuga framherja, en þeim var hins vegar öllum hafnað. Samkvæmt heimildum Di Marzio ákvað Inter svo að draga sig úr kapphlaupinu um leikmanninn eftir að Lukaku ræddi við Juventus.
Lukaku, sem enn er leikmaður Chelsea, hefur átt í stormasömu sambandi við vinnuveitendur sína og Inter undanfarin tímabil. Hann lék með ítalska félaginu frá árinu 2019 til 2021 þegar hann gekk í raðir Chelsea.
Hann fór í langt viðtal við Sky Sports Italia stuttu eftir að hann gekk í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins og gagnrýndi þar þjálfara liðsins og sagðist vilja snúa aftur til Inter. Hann lék þó aðeins 25 deildarleiki fyrir Inter á síðasta tímabili og skoraði í þeim tíu mörk.