Við hefjum leik úti á æfingasvæði þar sem upphitun fyrir Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag. Bein útsending frá Live at the Range hefst á slaginu klukkan 09:00 á Stöð 2 Sport 4 og svo aftur klukkan 13:00.
Þá tekur Stjarnan á móti Val í stórleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19:00 og að leik loknum verða Bestu tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leiknum.
Að lokum fer fram fimmti dagur BLAST Premier mótaraðarinnar í CS:GO og hefst dagurinn á upphitun klukkan 12:30 á Stöð 2 eSport.