Auðmjúkur Djokovic eftir tapið á Wimbledon: „Þú átt þetta svo sannarlega skilið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 23:30 Novak Djokovic hrósaði Carlos Alcaraz í hástert eftir að sá síðarnefndi bar sigur úr býtum í úrslitum Wimbledon mótsins í tennis. Frey/TPN/Getty Images Novak Djokovic, einn besti tenniskappi allra tíma, var hársbreidd frá því að skrá nafn sitt enn frekar í sögubækurnar er hann mætti Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon risamótsins í tennis í dag. Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum. Tennis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum.
Tennis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira