Körfubolti

Þórir til Stólanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls. feykir

Körfuboltamaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls.

Á síðasta tímabili lék Þórir með Oviedo í spænsku B-deildinni. Þar á undan lék hann með Landstede Hammers í Hollandi.

Þórir er uppalinn hjá KR og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór í Nebraska háskólann í Bandaríkjunum.

„Ég er ákaflega hreykinn af því tækifæri sem mér býðst að ganga til liðs við Tindastól. Ég hef auðvitað fylgst með þessari miklu uppbyggingu og sterku umgjörð sem orðið hefur til utan um körfuboltann og ekki bara í meistaraflokki karla heldur líka í kvennaboltanum og öllu þessu frábæra unglingastarfi. Ég hlakka mikið til að vinna með strákunum sem nældu sér í Íslandsmeistaratitilinn og auðvitað líka með Pavel sem hefur nú þegar sýnt frábæra takta sem leiðtogi og þjálfari liðsins. Markmiðið er bæði einfalt og stórt: Að verja titilinn!“ sagði Þórir í samtali við Feyki.

Þórir, sem er 25 ára, hefur leikið 23 A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×