Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 10:04 Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Gefnar, og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, við unirritun kaupsamningsins. Gefn Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku. Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira