Farþegar þurftu að horfa upp á grindhvaladráp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 13:46 Farþegarnir voru í losti eftir að hafa orðið vitni að drápunum. EPA Breska skemmtiferðaskipafélagið Ambassador Cruise Lines hefur beðið farþega sína afsökunar fyrir að láta þá verða vitni að grindhvaladrápi. Meirihluti farþeganna var í uppnámi eftir atvikið. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna. Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna.
Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira