Kristall semur við Sönderjyske til þriggja ára Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 17:46 Kristall Máni Ingason er nýr leikmaður Sönderjyske í Danmörku. Sönderjyske Kristall Máni Ingason er genginn til liðs við danska félagið Sönderjysk frá Rosenborg í Noregi. Danska félagið staðfesti félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum nú fyrir skömmu. Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“ Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira