„Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 10:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gert frábæra hluti með Víkingsliðið en nú þarf hann að grafa djúpt til að finna lausnir. Vísir/Hulda Margrét Víkingar þurfa að taka á stóra sínum í dag þegar liðið mætir lettneska félaginu Riga í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti