Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - FC Riga 1-0 | Víkingur úr leik þrátt fyrir sigur Hinrik Wöhler skrifar 20. júlí 2023 21:45 Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins Vísir/Hulda Margrét Víkingur sigraði lettneska liðið Riga FC á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en Helgi Guðjónsson skoraði markið á 82. mínútu leiksins. Leikurinn var sá seinni í einvígi liðanna í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þrátt fyrir sigur eru Víkingar fallnir úr leik því að samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur er 2-1 fyrir Riga og ljóst er að Víkingar ná ekki lengra í Evrópukeppnum þetta tímabilið. Mikil stemning var í Fossvoginum í kvöld en uppselt var á völlinn og ljóst var að Víkingar ætluðu ekki að láta deigan síga þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í viðureigninni. Þrátt fyrir færi var markalaust í hálfleikVísir/Hulda Margrét Eftir rúmt korter kom fyrsta færi leiksins. Sóknarmaður Riga, Brian Pena, náði að slíta sig lausan frá Oliver Ekroth og komst einn á móti Ingvari Jónssyni. Ingvar var fljótur að átta sig, kom út á móti og lokaði vel á skot Pena. Skömmu síðar átti Pena aftur skot en það var rétt fyrir utan vítateiginn sem Ingvar náði að blaka yfir. Víkingar voru í talsverðum vandræðum með kröftuga sóknarlínu Riga í fyrri hálfleik. Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Víkingur var hársbreidd frá því að komast yfir á 35. mínútu. Hornspyrna Birnis Ingasonar rataði beint á kollinn á Nikolaj Hansen sem skallaði boltann í stöngina. Mark frá Víkingum á þessum tímapunkti hefði galopnað einvígið en lukkudísirnar voru ekki hliðhollar danska framherjanum. Hvorugt liðið náði að skora í fyrri hálfleik og ljóst var að Víkingar þurftu að gefa allt í síðari hálfleikinn til að eiga möguleika. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Víkingur var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og virtust leikmenn Riga ansi þreyttir. Þrátt fyrir góða pressu þurftu leikmenn Víkings að bíða í dágóða stund eftir fyrsta markinu. Á 82. mínútu náðu heimamenn loks að brjóta ísinn. Karl Friðleifur Gunnarsson, Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson höfðu allir komið inn sem varamenn skömmu áður. Karl Friðleifur átti laglega sendingu á Ara sem hljóp upp hægri vænginn og kom boltanum inn í vítateiginn. Þar var Helgi Guðjónsson mættur og setti knöttinn snyrtilega í fjærhornið framhjá Nils Purins. Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksinsVísir/Hulda Margrét Víkingur setti alla menn fram í vítateig andstæðinga undir lok leiks og vildu meðal annars fá hendi á leikmann Riga en svissneski dómarinn var ekki á sama máli. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Víkinga en munurinn var of mikill eftir 2-0 sigur Riga ytra og er Evrópuævintýri Víkinga lokið í ár. Það var uppselt á leik Víkings og RigaVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Víkingar náðu að halda markinu hreinu. Víkingur var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en markið kom of seint og nær komust Víkingar ekki. Gestirnir voru gríðarlega þreyttir undir lok leiks og fá Víkingar hrós fyrir mikla ákefð allan síðari hálfleik og vantaði bara herslumuninn upp á að ná einvíginu í framlengingu. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Jónsson hélt sínum mönnum inn í leiknum með góðum vörslum og úthlaupum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ingvar varði glæsilega frá Brian Pena snemma í fyrri hálfleik þegar Brian var kominn einn í gegn. Varamennirnir Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson komu með kraft inn í sóknarleik Víkinga undir lok leiks. Markið frá Helga kom eftir laglegan undirbúning Ara og Karl Friðleifs, sem var einnig nýkominn inn á. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var varnarlína Víkinga í vandræðum með snögga og sterka sóknarmenn Riga. Douglas Aurelio náði oft að valda miklum usla á vinstri vængnum. Riga lokaði vel á uppspil Víkinga og heimamenn náðu ekki að brjóta ísinn. Það var annað upp á teningnum í síðari hálfleik þegar þeir lettnesku voru orðnir afar þreyttir og greinilegt að úthald Víkinga var mun meira. Hvað gerist næst? Víkingur er fyrsta íslenska liðið til að heltast úr Evrópulestinni þetta árið á meðan Riga fer áfram í aðra umferð Sambandsdeildarinnar og mæta ungverska liðinu Kecskemét. KA verður í eldlínunni í annarri umferð Sambandsdeildarinnar eftir sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads fyrr í kvöld. Ingvar: „Þetta er bara eins og tapleikur“ Ingvar Jónsson, markmaður Víkings hélt hreinu í kvöldVísir/Hulda Margrét Það er ekki oft sem leikmenn eru niðurlútir eftir sigurleiki en markvörður Víkinga, Ingvar Jónsson, var ekki upplitsdjarfur eftir leikinn. „Þetta er bara eins og tapleikur, þetta er svekkjandi. Við vorum stressaðir í byrjun leiks og héldum þessu samt í núllinu þannig það var alltaf möguleiki. Við áttum að jafna einvígið og ná þessu í framlengingu. Þeir voru alveg sprungnir meðan það var næg orka eftir hjá okkur. Ég held að við hefðum keyrt yfir þá ef við hefðum náð þessu öðru marki,“ sagði Ingvar skömmu eftir leik. Víkingar báðu nokkrum sinnum um vítaspyrnu í síðari hálfleik en hugur Ingvars er hjá samherja sínum Danijel Djuric. „Ég vorkenni bara Danijel [Djuric], það er eins og það megi sparka í hann eins fast og mögulegt er án þess að fá víti. Það er eins og hann sé kominn með einhver stimpil á sig. Ég veit ekki hvort hann hefði gert of mikið úr þessu en menn tala um þetta hefði átt að vera hendi í lokin úr hornspyrnunni. Svekkjandi eins og er,“ sagði Ingvar er hann var spurður út í dómgæsluna. Ingvar varði vel á köflum og átti góðan leik. Hann varði sérstaklega vel í fyrri hálfleik þegar Brian Pena slapp einn í gegn en Ingvar sá við honum. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir að spila og maður man alltaf eftir þessu. Maður fær auka hvatningu í undirbúningi og manni líður eins og í atvinnumennsku þegar maður spilar þessa leiki. Mér líður alltaf vel í þessum leikjum.“ Ingvar var spurður í lokin hvernig honum þætti lettneska liðið í samanburði við liðin hér heima fyrir. „Erfitt að dæma eftir þetta einvígi en maður sá að þeir eru með gæðaleikmenn sem hafa spilað í stórum liðum. Mér fannst eins og þeir væru ekki með neina liðsheild en vissulega eru þarna mjög góðir leikmenn.“ Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu
Víkingur sigraði lettneska liðið Riga FC á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en Helgi Guðjónsson skoraði markið á 82. mínútu leiksins. Leikurinn var sá seinni í einvígi liðanna í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þrátt fyrir sigur eru Víkingar fallnir úr leik því að samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur er 2-1 fyrir Riga og ljóst er að Víkingar ná ekki lengra í Evrópukeppnum þetta tímabilið. Mikil stemning var í Fossvoginum í kvöld en uppselt var á völlinn og ljóst var að Víkingar ætluðu ekki að láta deigan síga þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í viðureigninni. Þrátt fyrir færi var markalaust í hálfleikVísir/Hulda Margrét Eftir rúmt korter kom fyrsta færi leiksins. Sóknarmaður Riga, Brian Pena, náði að slíta sig lausan frá Oliver Ekroth og komst einn á móti Ingvari Jónssyni. Ingvar var fljótur að átta sig, kom út á móti og lokaði vel á skot Pena. Skömmu síðar átti Pena aftur skot en það var rétt fyrir utan vítateiginn sem Ingvar náði að blaka yfir. Víkingar voru í talsverðum vandræðum með kröftuga sóknarlínu Riga í fyrri hálfleik. Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Víkingur var hársbreidd frá því að komast yfir á 35. mínútu. Hornspyrna Birnis Ingasonar rataði beint á kollinn á Nikolaj Hansen sem skallaði boltann í stöngina. Mark frá Víkingum á þessum tímapunkti hefði galopnað einvígið en lukkudísirnar voru ekki hliðhollar danska framherjanum. Hvorugt liðið náði að skora í fyrri hálfleik og ljóst var að Víkingar þurftu að gefa allt í síðari hálfleikinn til að eiga möguleika. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Víkingur var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og virtust leikmenn Riga ansi þreyttir. Þrátt fyrir góða pressu þurftu leikmenn Víkings að bíða í dágóða stund eftir fyrsta markinu. Á 82. mínútu náðu heimamenn loks að brjóta ísinn. Karl Friðleifur Gunnarsson, Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson höfðu allir komið inn sem varamenn skömmu áður. Karl Friðleifur átti laglega sendingu á Ara sem hljóp upp hægri vænginn og kom boltanum inn í vítateiginn. Þar var Helgi Guðjónsson mættur og setti knöttinn snyrtilega í fjærhornið framhjá Nils Purins. Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksinsVísir/Hulda Margrét Víkingur setti alla menn fram í vítateig andstæðinga undir lok leiks og vildu meðal annars fá hendi á leikmann Riga en svissneski dómarinn var ekki á sama máli. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Víkinga en munurinn var of mikill eftir 2-0 sigur Riga ytra og er Evrópuævintýri Víkinga lokið í ár. Það var uppselt á leik Víkings og RigaVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Víkingar náðu að halda markinu hreinu. Víkingur var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en markið kom of seint og nær komust Víkingar ekki. Gestirnir voru gríðarlega þreyttir undir lok leiks og fá Víkingar hrós fyrir mikla ákefð allan síðari hálfleik og vantaði bara herslumuninn upp á að ná einvíginu í framlengingu. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Jónsson hélt sínum mönnum inn í leiknum með góðum vörslum og úthlaupum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ingvar varði glæsilega frá Brian Pena snemma í fyrri hálfleik þegar Brian var kominn einn í gegn. Varamennirnir Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson komu með kraft inn í sóknarleik Víkinga undir lok leiks. Markið frá Helga kom eftir laglegan undirbúning Ara og Karl Friðleifs, sem var einnig nýkominn inn á. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var varnarlína Víkinga í vandræðum með snögga og sterka sóknarmenn Riga. Douglas Aurelio náði oft að valda miklum usla á vinstri vængnum. Riga lokaði vel á uppspil Víkinga og heimamenn náðu ekki að brjóta ísinn. Það var annað upp á teningnum í síðari hálfleik þegar þeir lettnesku voru orðnir afar þreyttir og greinilegt að úthald Víkinga var mun meira. Hvað gerist næst? Víkingur er fyrsta íslenska liðið til að heltast úr Evrópulestinni þetta árið á meðan Riga fer áfram í aðra umferð Sambandsdeildarinnar og mæta ungverska liðinu Kecskemét. KA verður í eldlínunni í annarri umferð Sambandsdeildarinnar eftir sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads fyrr í kvöld. Ingvar: „Þetta er bara eins og tapleikur“ Ingvar Jónsson, markmaður Víkings hélt hreinu í kvöldVísir/Hulda Margrét Það er ekki oft sem leikmenn eru niðurlútir eftir sigurleiki en markvörður Víkinga, Ingvar Jónsson, var ekki upplitsdjarfur eftir leikinn. „Þetta er bara eins og tapleikur, þetta er svekkjandi. Við vorum stressaðir í byrjun leiks og héldum þessu samt í núllinu þannig það var alltaf möguleiki. Við áttum að jafna einvígið og ná þessu í framlengingu. Þeir voru alveg sprungnir meðan það var næg orka eftir hjá okkur. Ég held að við hefðum keyrt yfir þá ef við hefðum náð þessu öðru marki,“ sagði Ingvar skömmu eftir leik. Víkingar báðu nokkrum sinnum um vítaspyrnu í síðari hálfleik en hugur Ingvars er hjá samherja sínum Danijel Djuric. „Ég vorkenni bara Danijel [Djuric], það er eins og það megi sparka í hann eins fast og mögulegt er án þess að fá víti. Það er eins og hann sé kominn með einhver stimpil á sig. Ég veit ekki hvort hann hefði gert of mikið úr þessu en menn tala um þetta hefði átt að vera hendi í lokin úr hornspyrnunni. Svekkjandi eins og er,“ sagði Ingvar er hann var spurður út í dómgæsluna. Ingvar varði vel á köflum og átti góðan leik. Hann varði sérstaklega vel í fyrri hálfleik þegar Brian Pena slapp einn í gegn en Ingvar sá við honum. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir að spila og maður man alltaf eftir þessu. Maður fær auka hvatningu í undirbúningi og manni líður eins og í atvinnumennsku þegar maður spilar þessa leiki. Mér líður alltaf vel í þessum leikjum.“ Ingvar var spurður í lokin hvernig honum þætti lettneska liðið í samanburði við liðin hér heima fyrir. „Erfitt að dæma eftir þetta einvígi en maður sá að þeir eru með gæðaleikmenn sem hafa spilað í stórum liðum. Mér fannst eins og þeir væru ekki með neina liðsheild en vissulega eru þarna mjög góðir leikmenn.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti