Tvö burðardýr fá þunga dóma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 14:38 Dómar eru óvenju harðir í fíkniefnamálum á Íslandi en óvenju vægir í ofbeldis og auðgunarbrotamálum. Vísir/Vilhelm Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira