Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 09:01 Anton tekur nú þátt í undirbúningi fyrir tónleikaferð hljómsveitanna um Bandaríkin. Anton Kröyer Antonsson Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“ Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“
Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning