Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 21:48 Olivia Caraballo og móðir hennar Philana Holmes í dómssal. AP/Amy Beth Bennett McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali. Bandaríkin Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali.
Bandaríkin Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent