Allt í einu birtust bara BKG, Anníe Mist og Frederik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson, Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi fastagesta CrossFit Time Warp. CrossFit Time Warp Anníe Mist Þórisdóttir er komin út til Bandaríkjanna þar sem hún keppir á sínum þrettándu heimsleikum í byrjun ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson, sem keppir á sínum tíundu leikum, hefur verið úti undanfarna daga en það eru mikil viðbrigði fyrir fólkið sem æfir á Íslandi að skipta yfir í hitann í Bandaríkjunum. Anníe kom síðan út þrettán dögum fyrir fyrsta keppnisdag á heimsleikunum sem standa yfir frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Hún fær því tæpar tvær vikur til að venjast aðstæðum. Anníe Mist er auðvitað með sinn mann, Frederik Ægidius, með sér en þau hittu svo fyrir Björgvin Karl við komuna út. Það má ekkert gefa eftir í undirbúningnum fyrir heimsleikana og því ákváðu að finna sér CrossFit stöð til að æfa í gær og fundu hans hjá CrossFit Time Warp í Menomonee Falls sem er úthvefi Milwaukee í Wisconsin fylki. Fastagestir stöðvarinnar höfðu mjög gaman af því að sjá þrjár CrossFit stórstjörnur ganga inn í salinn og sögðu frá heimsókninni á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. „Bara venjulegur fimmtudagur þangað til Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Ægidius ákveða að kíkja í heimsókn,“ sagði á miðlum stöðvarinnar. „Svo óvæntur glaðningur fyrir okkur og við óskum ykkur góðs gengis á heimsleiknum í CrossFit. CFTW-liðið mun halda með ykkur,“ sagði þar enn fremur. Það mátti líka finna óheppna meðlimi í stöðunni sem bölvuðu því að hafa einmitt verið að vinna þenann dag og því misst af því að hitta íslensku stjörnurnar sem hafa haldið sér í hópi bestu í heimi í meira en áratug. CrossFit Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem keppir á sínum tíundu leikum, hefur verið úti undanfarna daga en það eru mikil viðbrigði fyrir fólkið sem æfir á Íslandi að skipta yfir í hitann í Bandaríkjunum. Anníe kom síðan út þrettán dögum fyrir fyrsta keppnisdag á heimsleikunum sem standa yfir frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Hún fær því tæpar tvær vikur til að venjast aðstæðum. Anníe Mist er auðvitað með sinn mann, Frederik Ægidius, með sér en þau hittu svo fyrir Björgvin Karl við komuna út. Það má ekkert gefa eftir í undirbúningnum fyrir heimsleikana og því ákváðu að finna sér CrossFit stöð til að æfa í gær og fundu hans hjá CrossFit Time Warp í Menomonee Falls sem er úthvefi Milwaukee í Wisconsin fylki. Fastagestir stöðvarinnar höfðu mjög gaman af því að sjá þrjár CrossFit stórstjörnur ganga inn í salinn og sögðu frá heimsókninni á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. „Bara venjulegur fimmtudagur þangað til Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Ægidius ákveða að kíkja í heimsókn,“ sagði á miðlum stöðvarinnar. „Svo óvæntur glaðningur fyrir okkur og við óskum ykkur góðs gengis á heimsleiknum í CrossFit. CFTW-liðið mun halda með ykkur,“ sagði þar enn fremur. Það mátti líka finna óheppna meðlimi í stöðunni sem bölvuðu því að hafa einmitt verið að vinna þenann dag og því misst af því að hitta íslensku stjörnurnar sem hafa haldið sér í hópi bestu í heimi í meira en áratug.
CrossFit Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira