Gat tryggt sigurinn og sér sögulegt afrek en klúðraði víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 06:55 Christine Sinclair er nýorðin fertug og hefur spilað yfir 300 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefði getað skorað á sjötta HM hefði hún nýtti vítaspyrnuna. Getty/Alex Pantling Tveimur leikjum er lokið á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer fram hinum megin á hnettinum eða í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Sviss vann sinn fyrsta leik örugglega en Ólympíumeisturum Kanada mistókst að byrja mótið á sigri. Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn