Gat tryggt sigurinn og sér sögulegt afrek en klúðraði víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 06:55 Christine Sinclair er nýorðin fertug og hefur spilað yfir 300 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefði getað skorað á sjötta HM hefði hún nýtti vítaspyrnuna. Getty/Alex Pantling Tveimur leikjum er lokið á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer fram hinum megin á hnettinum eða í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Sviss vann sinn fyrsta leik örugglega en Ólympíumeisturum Kanada mistókst að byrja mótið á sigri. Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira