Afmælisbarnið kom í veg fyrir stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:27 Daniela Solera átti stórleik í marki Kosta Ríka og kom í veg fyrir mun stærra tap. AP/John Cowpland Spænska kvennalandsliðið þykir líklegt til afreka á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og þær byrjuðu mótið afar sannfærandi. Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira