Setti heimsmet og stýrði FH í meira en þrjár aldir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júlí 2023 11:47 Sicinski stýrði FH í 320 ár og vann meistaradeildina. Guinness, Vilhelm Pólskur maður að nafni Pawel Sicinski komst nýverið í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatíma í tölvuleiknum Football Manager. Lengst af stýrði hann liði Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal. Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal.
Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira