Sport

Hamilton ræsir fremstur í Ungverjalandi

Andri Már Eggertsson skrifar
Lewis Hamilton brosti hringinn í dag
Lewis Hamilton brosti hringinn í dag Vísir/Getty

Lewis Hamilton ökumaður Mercedes-Benz liðsins í Formúlu 1 verður á ráspól þegar farið verður af stað í Ungverjalandi á morgun í Formúlu 1. Þetta verður í fyrsta sinn sem Lewis Hamilton verður fremstur á ráspól síðan 2021.

Lewis Hamilton átti hraðasta hringinn en hann var á ótrúlegum tíma í tímatökunni. Tími Hamiltons var 1:16.609 sem var 0.003 sekúndum minna en Max Verstappen sem ræsir annar.

 

Lewis Hamilton fagnaði því innilega að hafa endað með besta tímann. Hamilton hefur ekki verið fremstur á ráspól síðan 2021 í Sádí Arabíu en 33 kappakstri seinna mun Hamilton ræsa fremstur.

Lando Norris mun vera þriðji til að fara af stað en hann var 0.085 sekúndum á eftir Hamilton. Liðsfélagi Hamilton, George Russell ræsir átjándi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×