„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 23:00 Rútan og sendiferðabíllinn voru komin ansi nálægt og allt í hnút þar til Kristján mætti. Kristján Söebeck Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“ Umferð Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“
Umferð Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira