Maturinn kláraðist á fyrri degi Götubitahátíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2023 11:29 Frá hátíðarsvæðinu í gær. Götubitinn Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. Götubitahátíðin hófst í gær og fer seinni dagur hennar fram í Hljómskálagarðinum í dag frá klukkan eitt til sex. Skipuleggjandi hátíðarinnar, Róbert Aron Magnússon, segir hátíðina hafa slegið öll met hvað varðar aðsókn í gær. „Ég held að við höfum fengið hátt í þrjátíu og fimm til fjörutíu þúsund manns þarna inn í gær. Þetta var bara þvílík stemning. Við erum eiginlega bara orðlaus yfir móttökunum. Þetta var bara algjörlega sturlað. Gekk bara eins og ég segi, eins og í sögu hjá öllum vögnunum og bara frábær stemning frá opnun til lokunar,“ segir Róbert. Hátt í fjörutíu þúsund manns mættu á hátíðina í gær.Róbert Aron Magnússon Svo margir mættu að matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær hjá nokkrum vögnum. Þurftu því starfsmenn vagnanna að standa sveittir við eldavélarnar í nótt að elda meiri mat. Klukkan fjögur í dag hlýtur einn matarvagnanna titilinn Besti götubiti Íslands 2023. Fær sá hinn sami þátttökurétt á lokakeppni European Street Food Awards sem fer fram í Þýskalandi í haust. „Silli kokkur vann þetta í fyrra og fór út og keppti þarna úti. Lenti þar í 2. sæti og vann besti hamborgarinn í Evrópu. Það er til mikils að vinna og mikill heiður að vinna þessi verðlaun. Hefur gefið mönnum alveg mjög gott auka „boost“ að vinna sér inn þessa titla. Það er til mikils að vinna,“ segir Róbert. Róbert segir gesti eiga von á mikilli veislu skuli þeir mæta í Hljómskálagarðinn. „Frábært úrval af mat, gríðarleg fjölbreytni. Þetta er eitthvað sem fólk mun ekki upplifa annars staðar því við erum með menn sem eru að útbúa rétti sérstaklega fyrir hátíðina og ef það vill prófa eitthvað nýtt og spennandi þá um að gera að mæta,“ segir Róbert að lokum. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Götubitahátíðin hófst í gær og fer seinni dagur hennar fram í Hljómskálagarðinum í dag frá klukkan eitt til sex. Skipuleggjandi hátíðarinnar, Róbert Aron Magnússon, segir hátíðina hafa slegið öll met hvað varðar aðsókn í gær. „Ég held að við höfum fengið hátt í þrjátíu og fimm til fjörutíu þúsund manns þarna inn í gær. Þetta var bara þvílík stemning. Við erum eiginlega bara orðlaus yfir móttökunum. Þetta var bara algjörlega sturlað. Gekk bara eins og ég segi, eins og í sögu hjá öllum vögnunum og bara frábær stemning frá opnun til lokunar,“ segir Róbert. Hátt í fjörutíu þúsund manns mættu á hátíðina í gær.Róbert Aron Magnússon Svo margir mættu að matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær hjá nokkrum vögnum. Þurftu því starfsmenn vagnanna að standa sveittir við eldavélarnar í nótt að elda meiri mat. Klukkan fjögur í dag hlýtur einn matarvagnanna titilinn Besti götubiti Íslands 2023. Fær sá hinn sami þátttökurétt á lokakeppni European Street Food Awards sem fer fram í Þýskalandi í haust. „Silli kokkur vann þetta í fyrra og fór út og keppti þarna úti. Lenti þar í 2. sæti og vann besti hamborgarinn í Evrópu. Það er til mikils að vinna og mikill heiður að vinna þessi verðlaun. Hefur gefið mönnum alveg mjög gott auka „boost“ að vinna sér inn þessa titla. Það er til mikils að vinna,“ segir Róbert. Róbert segir gesti eiga von á mikilli veislu skuli þeir mæta í Hljómskálagarðinn. „Frábært úrval af mat, gríðarleg fjölbreytni. Þetta er eitthvað sem fólk mun ekki upplifa annars staðar því við erum með menn sem eru að útbúa rétti sérstaklega fyrir hátíðina og ef það vill prófa eitthvað nýtt og spennandi þá um að gera að mæta,“ segir Róbert að lokum.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira