„Við þurftum að þjást meira en við vildum“ Hinrik Wöhler skrifar 23. júlí 2023 22:15 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur. „Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Metáhorf á Super Bowl Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Sjá meira
„Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Metáhorf á Super Bowl Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Sjá meira